139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[13:46]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér erum við að ljúka lögleiðingu Árósasamningsins. Eins og menn muna kannski varð samkomulag við 2. umr. eftir snarpar umræður í tvo daga eða svo. Þær breytingartillögur sem nú eru fluttar koma í framhaldi af þessu samkomulagi. Um leið og ég þakka nefndarmönnum og öðrum þeim sem áttu þátt í þessu fyrir samvinnuna þá fagna ég þessum lokaáfanga í innleiðingu Árósasamningsins. Ég tel hann marka ákveðin tímamót í umhverfislöggjöf á Íslandi.