139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

19. mál
[13:43]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessu vegna þess að þetta eykur þrýsting á sjóðstjórnir að kaupa íbúðir eða taka yfir íbúðir af einstökum sjóðfélögum og leigja þær síðan með lágri leigu þar sem hagsmunirnir fara gegn hagsmunum lífeyrissjóðanna að ávaxta fé sitt eins og hægt er.

Ef lífeyrissjóðirnir vilja kaupa húsnæði þá geta þeir stofnað um það hlutafélag og keypt hlutabréf í hlutafélaginu og haft þannig lið á milli sín og þeirra sem selja þeim íbúðir eða leigja af þeim. Þetta getur gert það að verkum að lífeyrissjóðirnir sem hafa tekið yfir fasteignir á markaði eignist þær til frambúðar og leigi, sem er líka öndvert við starfsemi lífeyrissjóðanna sem eru að greiða lífeyri. Ég greiði því atkvæði gegn þessari breytingartillögu.