145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[14:23]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Hið svokallaða Bakkamál reynist okkur þungt í skauti. Það var alveg ljóst fyrst þegar það kom inn í þennan sal að ekki var allt með felldu. Nú er það þannig að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tilkynnt þinginu að niðurstöðu hennar megi vænta strax í næstu viku, jafnvel á mánudaginn. Það er ótrúlegt að sjá hvernig hv. atvinnuveganefnd og forvígismenn þar hafa keyrt málið áfram áður en úrskurðurinn kemur. Ég vil mælast til þess að við bíðum nú ögn róleg og bíðum eftir þeim úrskurði sem kemur væntanlega á mánudaginn. (Forseti hringir.) Þá þarf Alþingi Íslendinga ekki að setja þau gerræðislegu lög sem hér eru í bígerð um raflínur á Bakka.