138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé öllum ljóst sem lesið hafa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að hér er ekki verið að tala um almennar upplýsingar sem öllum voru ljósar. Við tínum til dagsetningar og m.a. fund 1. apríl þar sem talað er um áhlaup á Landsbankann í London. Fyrrverandi viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um þann fund eða það sem þar gerðist og það er útskýrt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Einnig hafði fyrrverandi viðskiptaráðherra ekki heldur hugmynd um þá yfirlýsingu sem norrænu seðlabankarnir gerðu kröfu um að ráðamenn á Íslandi skrifuðu undir og skuldbyndu sig til þess að gera þar ákveðnar ráðstafanir vegna þess að hér var stórkostleg hætta fyrir efnahagslífið á ferðinni og þar var talað um fleira en það sem almenningur hafði tök á að vita um.