139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:51]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það er kannski eins og maður hafi lært eitthvað undanfarna daga í umræðunni um fundarstjórn forseta, það skyldi þó ekki vera.

Því var haldið fram, frú forseti, að ég væri sár yfir því að ná ekki fram mínum málum, eins og hv. þingmaður orðaði það, einhverra hluta vegna. Vegna þessara orða tel ég brýnt að fram komi að ég hef hér verið að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram af hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra en ekki sjálfri mér og að málinu var vísað til hv. viðskiptanefndar úr þessum sal án mótatkvæða. Hv. viðskiptanefnd vann eins og henni ber að málinu og lagði það síðan til þingsins, fullbúið til afgreiðslu, að mati meiri hlutans, en það hentaði ekki hv. þingmönnum Framsóknarflokksins, því miður.