138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er með tvær spurningar. Annars vegar: Ef Atli Gíslason hefði verið ráðherra á þeim tíma sem við ræðum, hvað hefði hann gert til þess að forða því hruni sem við seinna vissum að yrði, í þeirri stöðu sem bankarnir voru þá, þeirri viðkvæmu stöðu þegar ekki mátti ýja neitt að því að þeir væru í erfiðri stöðu? Hvað hefði hv. þingmaður gert, framsögumaður nefndarálitsins?

Þá er það önnur spurning: Jóhanna Sigurðardóttir hélt fræga ræðu 20. september. Þá sagði hv. þingmaður að ef þetta yrði ekki samþykkt yrði að ganga til kosninga. Er hann enn þá þeirrar skoðunar?