139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:37]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég er hingað komin til að lýsa yfir ánægju minni með fundarstjórn forseta og þá dagskrá sem liggur fyrir á fundinum. Ég tel að það sé orðið mjög brýnt að við ljúkum störfum og förum í gegnum þá dagskrá sem liggur fyrir.

Hvað varðar málið um ökutækjatryggingar, sem formaður viðskiptanefndar virðist vera mjög ósátt við að sé ekki til afgreiðslu, þá liggur frammi ítarlegt nefndarálit frá þeirri sem hér stendur þar sem farið er í gegnum ástæðuna fyrir því af hverju ég tel ekki rétt að afgreiða það mál á þessu þingi.