139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:07]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess vegna umræðu áðan um 13. málið á fyrri fundi að það var mál sem ekki var kláruð 3. umr. um. Forseta bárust margar ábendingar um að málið þyrfti ítarlega og langa umræðu í sal. Forseti hefur ekki tekið mál á dagskrá sem þarfnast ítarlegra og mikilla umræðna eins og fleiri mál sem hafa verið á dagskrá og varð það því niðurstaða forseta að taka ekki slík mál á dagskrá þar sem þyrfti mikla og langa umræðu. Það var niðurstaða forseta og það er ástæðan fyrir því að 13. málið er ekki á dagskrá síðasta fundar þessa þings.