139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:22]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég styð ekki þetta mál og greiði atkvæði gegn því og vek enn og aftur athygli á því vegna þess framhaldsnefndarálits sem kom frá meiri hluta allsherjarnefndar, að hér er ekki gerð nein tilraun til að koma til móts við þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á kaflann sem varðar stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra sem eru þau atriði sem voru gagnrýnd hvað mest í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan í skýrslu þingmannanefndarinnar. Það er því ekki hægt að segja að hér sé verið að bregðast við þeim athugasemdum sem þar koma fram. Það er ekki gerð tilraun til þess, heldur er einfaldlega um einhvers konar sýndarmennsku að ræða.