139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:23]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Kannski fer ekki stór kafli í stjórnmálasögunni í að rekja sögu þessa máls en hún gæti orðið áhugaverð neðanmálsgrein.

Ég held að þetta mál sýni mikilvægi þess að þingið standi fast á sínu gagnvart framkvæmdarvaldinu þegar framkvæmdarvaldið, hver svo sem situr í ríkisstjórn, reynir að seilast inn á svið þingsins og taka til sín verkefni sem eiga heima í þinginu.

Í þessu máli hefur sem betur fer náðst sú niðurstaða að skipan ráðuneyta í landinu verður áfram hjá þinginu. Málið er engu að síður gallað að mörgu leyti og greiði ég því atkvæði gegn því.