139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[17:35]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Frú forseti. Ég er komin hingað aftur upp í ræðustól til að fagna loforði hæstv. innanríkisráðherra sem fram kom við fyrri atkvæðagreiðslu um þetta frumvarp, en loforðið gengur út á það að skipaður verði starfshópur sem kanni reynslu annarra þjóða af sambærilegum fjármálareglum.

Frú forseti. Það er mikilvægt að tryggja að lögleiðing fjármálareglna þrýsti ekki á einkavæðingu og því ítreka ég nauðsyn þess að skoðað verði hvað innleiðing þessara fjármálareglna muni þýða varðandi eignarhald sveitarfélaga á Íslandi á orkufyrirtækjum.