138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[16:06]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ánægjulegt að sjá í þingsal 63:0. Það er ekki oft sem slíkt gerist. Ég ætla rétt að vona að þessi dagur í þingsögu Íslendinga marki spor, marki spor í þá átt að við lærum af fortíðinni, marki þau spor að við ætlum að hefja Alþingi til vegs og virðingar á nýjan leik, að við ætlum að sýna samstöðu og við ætlum að standa saman um að bæta það samfélag sem við búum. Það gerum við með því að standa saman. Við gerum það ekki með því að sundra þinginu.