138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:20]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ábyrgð stjórnmálamanna á hruninu er mikil. Ég leyfi mér hins vegar að efast um að ábyrgð þessara þriggja eða fjögurra fyrrverandi ráðherra sé meiri en þeirra sem lögðu grunn að hruninu á árunum 2000–2007. Því tel ég rangt að höfða sakamál á hendur þeim en leyfa hinum að sleppa. Í ræðu minni í síðustu viku lagði ég til að í stað þess að ákæra þessa ráðherra gæti Alþingi ályktað að átelja beri alla þá ráðherra sem fóru með stjórn efnahagsmála og fjármálakerfisins á árunum 2000–2008. Auk þess lagði ég til að unnið yrði að sáttagjörð meðal þjóðarinnar í framhaldinu. Ég hef ásamt hv. þingmönnum Samfylkingarinnar reynt að vinna þessari hugmynd brautargengi, en því miður án árangurs. Ég held að þar með höfum við misst af góðu tækifæri til að hefjast handa við að byggja upp sátt í samfélaginu og horfa fram á veginn.