150. löggjafarþing — 17. fundur,  14. okt. 2019.

varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna.

[15:13]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ef Tyrkir virkja 5. gr. NATO-samningsins vegna átakanna í Norður Sýrlandi — mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur í stríð ef hersveitir Kúrda og Sýrlendinga ráðast til baka á Tyrkland? Mér finnst þetta vera mikilvægar spurningar að fá svör við. Ég hef miklar áhyggjur af veru okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum. Eða alla vega ganga gegn öllu því sem við segjumst standa fyrir sem þjóð. Ég hlýt því að spyrja hæstv. ráðherra aftur: Er öryggishagsmunum þjóðarinnar, þ.e. öryggishagsmunum okkar Íslendinga, best varið í varnarbandalagi með slíku fólki?