152. löggjafarþing — 17. fundur,  27. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum.

151. mál
[16:32]
Horfa

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka hv. þingmanni fyrir frábæra ræðu og sérstaklega þakka ég henni fyrir mikla áherslu á umhverfismál. Ég tók eftir ákveðnum þáttum, nú þegar mín kynslóð fer að horfa aðeins á hagvöxt og umhverfismál, en hér eru tvö mál þar sem við þurfum að horfa aðeins lengra fram á við. Annað varðar það að hugsa um auðlindir Íslands og náttúru sem einungis eitthvað sem eigi að stuðla að hagvexti, en það er nokkuð sem mér finnst ekki að við ættum að leggja til eða að þróast í átt að, því að þetta er víst náttúra okkar allra sem við þurfum að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Hins vegar er það að hagvöxtur og lægri skattar séu kannski eina leiðin fyrir samfélagið til að auka tekjur og framtíðartekjur samfélagsins, sem ég er alveg sammála um að sé ótrúlega mikilvægt, en það eru til fjöldamargar leiðir, eins og auðlindaskattur og kolefnisskattur, sem geta fjármagnað þessar aðgerðir. Mér finnst mjög skemmtilegt að allir flokkar leggi áherslu á umhverfismál, en það er bara mikilvægt að horft sé á þetta til framtíðar og með rétt framtíðarkynslóða að sjónarmiði og rétt okkar til hreinnar náttúru.