Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 17. fundur,  17. okt. 2022.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, 8. þm. Reykv. n., og Þórunni Sveinbjarnardóttur, 8. þm. Suðvest., um að þær verði fjarverandi á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Jón Steindór Valdimarsson, og 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, en 1. varamaður hefur boðað forföll. Jón Steindór hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu á grundvelli 1. mgr. 113. gr. kosningalaga til Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur. Jafnframt hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundað til þess að fjalla um kosningu og kjörgengi hennar.