141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun.

44. mál
[13:50]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Forseti. Við greiðum atkvæði um mál sem lætur lítið yfir sér en er samt mál sem horfir til framtíðar og til framfara. Það er bæði vandað og vel unnið og lýtur að bættu lagaumhverfi og framþróun er varðar póstverslun sem er jú að svo mörgu leyti verslun framtíðarinnar.

Engar neikvæðar umsagnir bárust um þetta mál, bara jákvæðni allt um kring og ég held að við getum öll bundið vonir við að þetta mál verði til góðs. Ég segi já.