144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

raforkustrengur til Evrópu.

[10:55]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með að ráðherra sé að vinna í málinu. Ég hafði ekki heyrt af því fyrr og því er gott að það sé allt á réttri leið, sérstaklega að verið sé að undirbúa starfshópa til að vinna betur að einstökum þáttum málsins því að það er ekki hægt að taka afstöðu til lagningar sæstrengs án þess að vita hvað kemur út úr þeirri vinnu. Það er mjög mikilvægt.

Þetta er stærðarinnar mál. Það getur verið stórt mál fyrir ríkissjóð vegna auðlindarentu af rafmagni. Það getur verið stórt mál fyrir heimilin og ríkisreksturinn auðvitað líka. Þetta er stórt mál fyrir náttúruna og hafsbotninn. Svona mætti lengi telja.

Við þurfum að fá viðeigandi upplýsingar til þess að geta tekið afstöðu til málsins.