145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:48]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er skrýtið að hlusta hér á atkvæðaskýringar þingmanna, sérstaklega atkvæðaskýringar þingmanna sem sátu í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Það voru þeir flokkar sem fóru inn í grunnbætur lífeyristrygginga (SII: Þú ert að því núna.) í fyrsta sinn … (SII: Þú ert að því núna, Vigdís. Skilurðu ekki frumvarpið?) — Virðulegi forseti, get ég fengið að halda ræðu minni áfram í friði fyrir hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur? (Forseti hringir.) Þakka fyrir. (SII: … grunnbætur.) (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð. Hv. þingmenn hafa einungis eina mínútu til að gera grein fyrir atkvæði sínu og ræða hér um atkvæðagreiðsluna. Forseti biður um hljóð.)

Þakka fyrir það. Það er skrýtið að heyra í atkvæðaskýringum hjá þeim flokkum sem fóru meira að segja inn í grunnbætur lífeyristrygginga á síðasta kjörtímabili, þegar þeir æpa sig hér hása um að þetta sé ekki nóg. Hvenær er nóg nóg fyrir þetta fólk, þá stjórnarandstæðinga sem sitja nú? Hvenær er það? Hér er raunverulega verið að uppfylla allar kröfur stjórnarandstöðunnar frá síðustu fjárlagagerð varðandi 300 þús. kr. 1. janúar 2018 og svo má lengi telja. (Forseti hringir.) Þetta er ömurlegur málflutningur, virðulegur forseti, og er þessum flokkum ekki til (Forseti hringir.) sóma, sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin (Forseti hringir.) sat sex ár (Forseti hringir.) í ríkisstjórn og gat (Forseti hringir.) gert hvað sem hún vildi annað en að skerða bæturnar.