138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[18:07]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Málið mun verða athugað milli dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Hækkun á dómsmálagjöldum þýðir t.d. breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, það verður ekki gert án lagabreytinga, þannig að það mun síðan fara fyrir þingið. Ég tel líka að í þeirri andrá verði að skoða heimildir til þess að kalla til sérfræði- og meðdómendur út af lögfræðilega flóknum álitaefnum og skapa umgjörð fyrir það hvernig dómstólarnir ætla að takast á við mál í kjölfar bankahrunsins.