141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

Byggðastofnun.

162. mál
[14:51]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir yfirferð yfir þetta mál sem fjallar um Byggðastofnun. Ég er með tvær spurningar til hæstv. ráðherra:

Hefur Byggðastofnun orðið fyrir áföllum vegna hrunsins og þá hvað mikið, hvað hefur hún tapað miklu í kjölfarið?

Svo er önnur spurning: Er ríkisábyrgð á skuldbindingum Byggðastofnunar?