141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

útgáfa og meðferð rafeyris.

216. mál
[16:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir greinargerðina fyrir málinu og fyrir þá kynningu sem fram fór í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta þingi sem hann vísaði til í máli sínu. Málið hefur út af fyrir sig ekki tekið miklum breytingum frá því sem þá var en það lýtur að nefndum tilskipunum, 2000/46/EB og síðan 2005/60/EB og aftur 2006/48/EB og loks þeirri gerð sem sett var árið 2009 og varðar rafeyrisfyrirtæki. Þetta helst í hendur við þá tækniþróun sem orðið hefur á þessu sviði og mikilvægt að við fylgjum þeirri alþjóðlegu þróun og þróuninni á Evrópska efnahagssvæðinu og regluverkinu hér í kring.

Ég treysti á það að fagleg og góð umfjöllun verði í efnahags- og viðskiptanefnd og góð samstaða um það í nefndinni að afgreiða málið á þessu þingi enda fékk nefndin þegar kynningu á því á síðasta þingi.