146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[14:48]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Ég þakka þingmanninum kærlega fyrir svarið. Mig langar að fá örlítið nánari útlistanir á því. Þarna er verið að setja ákveðin hagstjórnarviðmið inn í lög, væntanlega til þess að auka fyrirsjáanleika ríkisfjármála fram í tímann og um leið að auka trúverðugleika í ríkisrekstri. Er það þá hennar skoðun að engar slíkar viðmiðanir ættu að vera í lögum, að ríkisstjórn hvers tíma ætti einfaldlega að leggja þær fyrir sig í sinni áætlun, eða er það hennar skoðun að einhverjar slíkar viðmiðanir mættu vera til staðar? Hverjar þá?