150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:29]
Horfa

Ásgerður K. Gylfadóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að leggja þetta frumvarp fram. Ekki veitir af að reyna að ná einhverjum tökum á þessum málum. Það sem mig langar til að spyrja um er varðandi heildarlántökukostnaðinn. Það var talað um að hann megi ekki fara yfir 50%. Var það rætt að fara neðar? Að það væri eins og í Finnlandi þar sem það eru 20%? Kom til álita að fara neðar með þessa tölu?