150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:30]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa spurningu. Það var rætt og það kom til skoðunar. Frumvarpið lítur út eins og það kemur fyrir. Við leggjum ekki til breytingu á því en það er nokkuð sem nefndin getur einfaldlega skoðað frekar og rætt við þá sem væntanlega koma fyrir nefndina. Sömuleiðis munu umsagnir væntanlega líka taka á því. Það er þá eitthvað sem verður sérstaklega skoðað og ég er svo sem alveg opin fyrir frekari breytingum þar á. 50% er auðvitað mjög hátt hlutfall. Það er lægra sums staðar. Löggjöfin er svona og hefur verið í nokkur ár og það er nokkuð sem nefndin getur tekið sérstaklega fyrir og skoðað frekar.