146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að þetta er alvörufjárhæð. Hún kemur að mestu leyti af vaxtalækkun. Það má búast við því að með því að skuldir ríkisins lækki sé vaxtalækkunin um 10% eða svo, það er þá af stærðargráðunni 8 milljarðar kr. Vonandi tekst okkur að ná enn frekari lækkun með batnandi lánshæfi ríkissjóðs og afnámi hafta. En það er ljóst að við erum að tala um u.þ.b. 13 milljarða sem þarf að ná, þannig að við þurfum að finna um 5 milljarða með annars konar aðhaldi. Þar höfum við talað um t.d. aukin útboð og hagræðingu á rekstri ríkisins.