149. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2018.

áfengisauglýsingar.

116. mál
[17:23]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir umræðuna. Ég tel að aðstöðumunurinn í málinu sé áhugaverður. Ég held að aðstöðumunur fyrir einkarekna fjölmiðla sé ekki svo ýkja mikill. Ég tek undir það með hæstv. dómsmálaráðherra að það sem standi einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum sé hversu fyrirferðarmikið RÚV er á auglýsingamarkaði. Ég held að það þurfi að ræða í því samhengi.

Hins vegar er mjög verðugt að ræða hvernig við nálgumst þá sjálfsögðu kröfu að hægt sé að auglýsa löglega vöru. Mig langar að minna á að á þessu þingi og síðasta og þarsíðasta voru gerðar breytingar á svokölluðum áfengislögunum þar sem mikil vinna var lögð í að búa þannig um hnúta að áfengisauglýsingar beindust ekki að börnum og að forvarnaígildi þeirra væri alltaf haft í huga.