146. löggjafarþing — 2. fundur,  7. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[15:17]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum sömuleiðis skjallið, að kalla mig einn af okkur ungu inni á þingi, 37 ára gamlan manninn. Ég fagna því að taka eigi samgönguáætlun til alvarlegrar skoðunar í nefndinni og vil þar nefna, eins og hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gerði í erindi sínu, að fjármögnun er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að skoða.

Varðandi rammaáætlun reikna ég með að það sé alveg löglegt fyrir þingið að ákveða að Jarðasjóður hafi þessa heimild til sölu en mér þætti betri bragur á því að þingið gerði hlutina í réttri röð, að ákvörðun um að selja jörð undir virkjun væri ekki tekin fyrr en eftir að virkjunin hefur verið ákveðin. Ég vænti þess að þetta verði tekið til góðfúslegrar skoðunar og athugunar í nefndinni og hlakka til að sjá útkomuna.