132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:14]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson snýr öllu á haus. Hafi þessi réttindi bænda verið svo tryggð hingað til, af hverju þarf þá að vera að breyta þeim?

En á hitt get ég ekki fallist, þ.e. að talað sé niður til þjóðkirkjunnar þó svo hún láti vatnsverndarmál til sín taka. Ég tel að það hafi verið mjög sterkt og rétt og fagna öflugri þátttöku þjóðkirkju Íslands í þessari ráðstefnu um vatn fyrir alla. Ég hefði frekar vilja sjá fólk fylkja sér að baki þeirri stefnumörkun heldur en tala niður til þeirra sem hafa gert þetta baráttumál að sínu með svo öflugum hætti, eins og þjóðkirkjan hefur gert.