138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

89. mál
[14:32]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að þessar tvær fréttir síðustu dagana, annars vegar staðfesting ESA á fjárfestingarsamningnum vegna álvers í Helguvík og hins vegar fréttirnar af því að Orkuveitu Reykjavíkur sé að takast að fjármagna virkjanirnar, séu nú einhverjar stærstu og jákvæðustu fréttir síðustu mánaða hér á Íslandi og þeim ber að fagna sérstaklega. Þær undirstrika það líka hvað margt hangir á sömu spýtunni um úrlausn okkar stærri mála og það hve stjórnvöld leggja sig mikið fram um það, þvert gegn því sem haldið er fram, að liðka til og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að orkufjárfestingarnar, m.a. á Reykjanesinu — þar sem vill svo til að þær eru flestar, mestar og stærstar einmitt þessa mánuðina, og koma ekki bara fram í fjárfestingarsamningi vegna álvers í Helguvík, heldur og ekki síður vegna uppbyggingar gagnavers uppi á Ásbrú á vallarsvæðinu, þar sem undirrituð voru drög að fjárfestingarsamningi uppi í iðnaðarráðuneyti fyrir nokkrum dögum. Þess vegna er ástæða til að spyrja hæstv. ráðherra hvort sá samningur fari í sama feril og þessi og hvaða (Forseti hringir.) tímaframvinda sé á því?