139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[17:54]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað Magmadæmið snertir vil ég að það sé á hreinu að þjóðarauðlindir séu raunverulegar þjóðarauðlindir og farið verði með þær sem slíkar. Hvað viðskipti með þær snertir hef ég í sjálfu sér ekki áhyggjur af þeim svo fremi að þjóðarauðlindin sé tryggilega merkt íslenskri þjóð.

Hvað rækjuna snertir er svarið einfalt. Ég er ekki í þeirri nefnd sem sinnir því máli og hef ekki kynnt mér það nægilega og vil síður svara á þann veg að eitthvað óígrundað komi út úr mér og jafnvel vitlaust þannig að ég vil fyrst kynna mér það mál áður en ég svara því. Almennt séð vil ég hins vegar sjá kvótann aukast og hann þarf ekki endilega að rata í vasa þeirra sem fyrir eru í útgerðinni. Ég vil líka t.d. sjá nýliðun í útgerðinni með þeim aukna kvóta sem blasir við.