143. löggjafarþing — 20. fundur,  12. nóv. 2013.

störf þingsins.

[14:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill árétta það sem fram kom í máli hans áðan við upphaf þessarar umræðu að hann hefur beðist velvirðingar á því að dregist hefur að gera þær nauðsynlegu og sjálfsögðu úrbætur á þingsalnum í samræmi við það sem hv. þingmaður og fleiri þingmenn hafa talað um. Þetta stendur hins vegar til bóta.

Það er ekki vansalaust, eins og forseti sagði áðan, að þetta hefur dregist en úr þessu er ekki hægt að gera annað en reyna að hraða úrbótum eins og frekast er unnt. Á það hefur verið lögð áhersla að eiga gott samstarf við samtök fatlaðs fólks þannig að þegar þessum úrbótum verður lokið verði þær að öllu leyti fullnægjandi.