144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:55]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þar með er komið svar við hálfri athugasemd minni um fundarstjórn forseta en mig langar samt til að nýta tækifærið og koma með hinn hlutann: Hvað líður viðbrögðum frá hæstv. heilbrigðisráðherra um að koma hingað til að ræða þetta mál?

Það kom fram hjá hæstv. forseta áðan að honum yrði gert viðvart og ég spyr: Hver eru viðbrögð ráðherrans?