144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:53]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson telur eða ég upplifi það að minnsta kosti þannig að honum þyki þetta vera mál sem eingöngu við þingmenn eigum að takast á um. Ég fæ það ekki alveg skilið af því að ég held að þingmannamálin séu ekki minni mál en ríkisstjórnarmál og snerta, eins og hér hefur réttilega verið bent á, stefnu ríkisstjórnarinnar, m.a. í heilbrigðis- og lýðheilsumálum, sem samþykkt var hér í desember. Það er ekki óeðlilegt að eftir viðveru ráðherra sé kallað, þótt ekki væri nema bara á þeirri forsendu. Ég held að við eigum einmitt að hafa hæstv. ráðherra sem oftast viðstadda þegar við ræðum þingmannamál. Þetta er ekki bara samtal á milli okkar þingmanna. Þeir eru líka þingmenn, það má ekki gleyma því.

En ég óska eftir að fá staðfest hvenær áætlað er að þingfundi ljúki á þessu fimmtudagssíðdegi þar sem við erum að fara inn í helgina.