Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:34]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir andsvarið. Við erum að tala um á þriðja þúsund milljarða skatttekjur af heildinni, 6.000 milljörðum. Við þekkjum þetta úr hruninu. Í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var birt niðurstaða um hversu mikið tapaðist af skatttekjunum. Miðað við upplýsingarnar þá er það gífurlegt. Við vitum að þetta hvarf bara á, liggur við, á einni nóttu. Við vitum að það er stríðsástand en við vitum líka að gjaldmiðill getur hrunið algerlega. Við sjáum það t.d. bara í dag í gjaldeyrinum. Þess vegna spyr ég mig: Er ekki skynsamlegra að taka þennan skatt strax og nýta hann? Ekki veitir af í heilbrigðiskerfið og almannatryggingakerfið. Þetta er í hendi, hitt er í skógi.