138. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2009.

ummæli í utandagskrárumræðu -- loftslagsráðstefna -- þjóðgarðurinn Snæfellsjökull -- lán OR.

[11:02]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég neyðist til að koma hér upp í ræðupúlt aftur því að sjálfstæðismenn virðast ekki alveg gera sér grein fyrir hlutverki Evrópska fjárfestingarbankans. Bankinn styrkir fyrst og fremst nýsköpunarverkefni og umhverfisvæn verkefni eða verkefni sem ekki fá fjármögnun í viðskiptabönkunum. Til þess að Ísland mundi fá sambærileg kjör á lánasamningum sínum við Breta og Hollendinga þyrfti það annaðhvort að láta skilgreina sig aftur sem þróunarland eða að lýsa yfir greiðsluþroti og ég spyr sjálfstæðismenn: Eruð þið tilbúin að lýsa yfir greiðsluþroti til þess að tryggja það að við fáum lægri vexti?