139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[12:31]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Róbert Trausti Árnason skrifaði grein í Pressuna 14. október 2010 þar sem hann rakti lið fyrir lið hvernig hæstv. umhverfisráðherra hefur þvælst fyrir í þessum orkumálum. Ég trúi því ekki í fullri einlægni að hv. þingmaður haldi því fram að það hafi ekki verið gert.

En látum orkumálin eiga sig, förum þá að ræða um önnur atvinnumál. Ræðum þau tækifæri sem eru í íslenskri heilbrigðisþjónustu, t.d. að fá hingað fólk sem annars fer til annarra landa en Íslands til að fá heilbrigðisþjónustu. Ekki þrætir hv. þingmaður fyrir að ráðherra Vinstri grænna, hæstv. núverandi dómsmála- og mannnréttindaráðherra, hafi stoppað að leigðar yrðu tómar skurðstofur sem hefðu getað gert það að verkum að hér væru komnar bæði gjaldeyristekjur og störf fyrir heilbrigðisstarfsmenn.

Hv. þingmaður hlýtur líka að gangast við því (Forseti hringir.) að menn hafa gert hér í ríkisstjórn (Forseti hringir.) það sem þeir geta (Forseti hringir.) til þess að koma í veg fyrir það að (Forseti hringir.) hægt sé að nota (Forseti hringir.) starfsemi (Forseti hringir.) eða aðstöðu (Forseti hringir.) á Keflavíkurflugvelli. (Forseti hringir.) Sleppum orkumálum, (Forseti hringir.) bara þessi tvö mál.