145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

húsnæðisfrumvörp.

[10:51]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Mig langar að fá aðeins skýrara frá hæstv. ráðherra hvað það er sem tefur og hefur tafið hvað mest. Hvað er það í samskiptum við þessa aðila sem hún nefnir, þessa fjölmörgu aðila, sem hefur orðið til þess að flækja málin eða lengja þau? Hvaða skoðun hafa þessir aðilar á þeim frumvörpum sem er verið að leggja fram? Ég vil kannski fá viðbrögð hennar við því ástandi sem horfir við okkur í þeim kjaradeilum sem eru að koma upp aftur og hvort hún telji að þetta innlegg geti skipt máli þar.