Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

atvinnuréttindi útlendinga.

28. mál
[12:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil eiginlega ekki hvers vegna við erum að eyða tíma okkar í að þrátta um það hvernig ég skil heildarsamhengi eða hvernig hv. þingmaður skilur heildarsamhengi. Mér finnst þetta mál vera partur af heildarsamhengi sem snýr að umgjörð um fólk sem kemur hingað til landsins. Ég er að lýsa efnislegum stuðningi við það að ég tel að fólk sem hingað er komið og komið með dvalarleyfi eigi einnig að hafa hér atvinnuleyfi. Það er í rauninni bara minn lokapunktur og ég vona að við berum gæfu til, hvort sem það er með þessu máli eða einhverju öðru, að ná saman um að gera breytingar þannig að fólk sem hingað er komið til dvalar geti jafnframt stundað atvinnu.