Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar.

40. mál
[14:03]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það búa miklu fleiri útlendingar í Reykjavík en á Suðurnesjum. Ég teldi rétt að stofnunin væri þar sem þjónustuþörfin væri meiri.

Hv. þingmaður hefur nefnt atvinnustigið á Suðurnesjum. Væri þá ekki ráð að skoða frekar að flytja Vinnumálastofnun suður í stað Útlendingastofnunar, af því að málaflokkur þjónustu við erlenda íbúa er hjá Vinnumálastofnun og þjónusta við atvinnulaust fólk er líka hjá Vinnumálastofnun? Væri ekki bráðsnjallt að flytja Vinnumálastofnun á svæðið í stað Útlendingastofnunar?

Annað sem mig langar að nefna: Höfðu flutningsmenn samráð við kjörna fulltrúa í Reykjanesbæ áður en þeir lögðu þessa tillögu fram? Styðja kjörnir fulltrúar í Reykjanesbæ að Útlendingastofnun verði færð til Reykjanesbæjar?