154. löggjafarþing — 21. fundur,  26. okt. 2023.

réttindi barna og hagsmunir þeirra.

[11:08]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ef til þess kemur að framfylgja þurfi ákvörðun dómara og taka barn úr umráði foreldris og setja í hendur hins foreldris ber að fara eftir ákvæðum 45. gr. barnalaga. Í 3. mgr. þeirra laga kemur fram að ef til aðfarar kemur skuli sýslumaður boða fulltrúa barnaverndar í umdæmi þar sem aðförin fer fram til þess að vera viðstaddan gerðina og það kemur einnig skýrt fram að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir. Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin (ArnG: Heldur betur ekki.) og ég tek það alvarlega. Ég tek það til skoðunar, að það verði farið yfir þessa verkferla og það verði farið yfir málið.

Ég vil líka taka það fram að ég hef rætt við barnamálaráðherra um málið (Forseti hringir.) og við munum vinna að því í sameiningu, þar sem að barnaverndarnefndir eru á forræði (Forseti hringir.) barnamálaráðherra, að skoða hvernig þessi ferlar voru og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur (Forseti hringir.) til að tryggja öryggi og hagsmuni barna á Íslandi. (Gripið fram í.)