139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[13:01]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott að við erum sammála um þetta.

Þá langar mig að víkja að því hvort þingmaðurinn hafi kynnt sér niðurstöðu skýrslu sem hæstv. fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna bað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að gera og sjóðurinn skilaði af sér í sumar þar sem farið var yfir skattkerfið. Niðurstaðan var m.a. sú að skattkerfið hefði verið hagkvæmt og hvetjandi fyrir verðmætasköpun en að þær skattbreytingar sem höfðu verið innleiddar væru að mörgu leyti óhagkvæmar. Rétt væri að breyta skattkerfinu á þann hátt að það stuðlaði enn frekar að verðmætasköpun en það gerir nú. Í því sambandi benti sjóðurinn á að hægt væri að ná inn meiri tekjum, bara með því að raða aðeins öðruvísi upp í skattkerfinu og hafa þessa hvata fyrir hendi.

Hefur þingmaðurinn kynnt (Forseti hringir.) sér skýrsluna? Er hann ósammála þeim dómi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að (Forseti hringir.) skattkerfið hafi verið fært í (Forseti hringir.) óhagkvæmnisátt?