140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[16:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er angi af því máli sem hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur ákveðið að skoða sérstaklega, þ.e. ákvarðanir og verklag hæstv. fjármálaráðherra í tengslum við Byr og SpKef. Ég vek athygli á því að búið er að spyrjast fyrir um málið í þingsal með skriflegum fyrirspurnum hvað eftir annað en engar upplýsingar hafa borist.

Hv. þm. Kristján Þór Júlíusson upplýsir okkur um að það sem ekki átti að kosta neitt kostar í raun 11,2 milljarða að lágmarki. Mér finnst alveg fráleitt að ég þurfi að mælast til þess að málið verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd því að ég mundi ætla að það hefði verið það fyrsta sem gert var um leið og einhverjar upplýsingar lágu fyrir. Svo er ekki þannig að ég fer þess náðarsamlegast á leit við virðulegan forseta að málið verði skoðað þar sem það á að skoða, (Forseti hringir.) nánar tiltekið í hv. efnahags- og viðskiptanefnd, og síðan munum við fara aðeins yfir það.