143. löggjafarþing — 21. fundur,  13. nóv. 2013.

um fundarstjórn.

[15:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér kom hv. þingmaður og kvartaði við forseta þingsins undan orðum mínum en ég held að hv. þingmaður þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. Þegar ég gagnrýni hv. þingmenn, eins og hv. þm. Árna Þór Sigurðsson, fer það ekkert á milli mála. Ég vona að fundarstjórn forseta verði ekki með þeim hætti að hér verði einhvers konar ritskoðun á því sem menn ræða í þágu einhverra hv. þingmanna, alveg sama hverjir þeir eru.