144. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2014.

uppbygging Vestfjarðavegar.

113. mál
[15:47]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. ráðherra fyrir aðkomu hennar að þessu máli. Ég er ánægð með skilning hennar á aðstæðum vestra.

Fyrir ekki löngu fór allur þingflokkur Framsóknarflokksins vestur til að funda á Patreksfirði, Tálknafirði og í nágrenni og þar sáum við augljóst hversu mikil uppbygging er að verða bæði í atvinnulífinu og samfélaginu og hversu nauðsynleg samgöngubót þetta er.

Eftir samráð okkar þingmanna við hæstv. ráðherra treysti ég henni fullkomlega til að klára þetta mál loksins, íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum til heilla.