145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[13:04]
Horfa

Ingibjörg Þórðardóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þm. Brynjar Níelsson hafi líklega ekki verið í salnum þegar ég svaraði Helga Hrafni rétt áðan, því við vorum að ræða þetta. (BN: Endurtaka það.) Já, endurtaka það. Unglingadrykkja hefur dregist saman sem er afskaplega jákvætt og við gleðjumst mjög yfir því. Af hverju hefur það gerst þrátt fyrir að við leyfðum bjórinn 1989, ef ég man rétt? Það er af því að það hefur verið rekið gríðarlega mikið og gott forvarnastarf. Það hefur verið gert í skólunum, það hefur verið gert víða, í ýmsum félagasamtökum og í íþróttastarfinu, hjá íþróttahreyfingunni og það hefur verið gert hjá ÁTVR, þar sem ÁTVR hefur verið í beinum samskiptum og samstarfi við t.d. lögreglu.(Forseti hringir.) Þannig að ég held að forvarnir séu ástæðan.

(Forseti (RM): Forseti minnir á hefðbundið ávarpsform í þingsal.)