151. löggjafarþing — 21. fundur,  17. nóv. 2020.

búvörulög.

224. mál
[14:29]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst þetta bara mjög gott innlegg hjá hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um þessi mál. Við höfum tekið þessa umræðu í atvinnuveganefnd. Ég tek heils hugar undir að það er mjög mikilvægt að lagfæra starfsskilyrði grænmetisbænda, garðyrkjubænda og bænda almennt. Á þessum tímum, þegar búið er að þrengja mjög að okkur, þurfum við líka að huga vel að innanlandsframleiðslu, stöðu hennar gagnvart innfluttri afurð og stöðu okkar á markaði, bæði fyrir bændur og neytendur.