Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

atvinnuréttindi útlendinga.

28. mál
[12:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Þingið getur auðvitað bara klárað það sem meiri hluti er fyrir að klára hverju sinni. Þannig virkar lýðræðið hér á þessum vinnustað. Þegar ég tala um heildarsamhengi þá á ég við að mér finnst það að fólk sem hingað kemur til dvalar af einhverjum ástæðum hafi jafnframt atvinnuleyfi vera partur af því heildarsamhengi sem mál um útlendinga eru í.

Í gildandi lögum um útlendinga frá 2016 er auðvitað fjallað um margt fleira en það sem snýr að flóttamönnum og hælisleitendum. Þetta snýr að útlendingum á Íslandi. Þess vegna finnst mér þetta atriði sem snýr að atvinnuleyfum fyrir þessa tilteknu hópa, sem eru þá þeir sem hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða eru flóttamenn, vera partur af þessu heildarsamhengi sem ég er alla vega að tala um.