Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

atvinnuréttindi útlendinga.

28. mál
[12:25]
Horfa

Flm. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur fyrir svarið. Nú hefur dómsmálaráðherra ítrekað vísað á félags- og vinnumarkaðsráðherra aðspurður um þær breytingar sem þyrfti mögulega að gera á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, þar á meðal að auka heimildir fólks til að koma hingað í þeim tilgangi að vinna frá ríkjum utan EES, en í því frumvarpi sem dómsmálaráðherra leggur fram núna er þessi eina breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi upplýsingar um það eða einhverja þekkingu eða hreinlega skoðun á því hvers vegna þessar breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga þykja eiga heima í þessu frumvarpi, þó að það heyri ekki undir málasvið dómsmálaráðherra, en ekki breytingar er lúta að því að opna á heimildir fólks til að koma hingað og vinna.