Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar.

40. mál
[14:06]
Horfa

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við verðum að stíga mjög varfærnisleg skref þegar við flytjum eða breytum starfsemi stofnana sem þjónusta viðkvæma hópa samfélagsins. Útlendingastofnun er augljóslega ein þeirra stofnana. Það hlýtur að vera fyrirsjáanlegur mikill kostnaður við flutning Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar, t.d. þegar kemur að flutningi þjónustuþega, lögfræðinga, túlka og annars starfsfólks á svæðið, svo að ekki sé minnst á annan tilkostnað. Samt höfum við rætt í þaula í þinginu hér í vikunni um mikinn kostnað við þjónustu við útlendinga. Ég vil því spyrja hv. þm. Birgi Þórarinsson hvort fram hafi farið kostnaðargreining á fyrirhuguðum flutningi.